Málþing: Er þetta bara ég? Síðbúnar afleiðingar meðferðar. Fjórir fyrirlestrar

Brjóstakrabbamein Meðferð

Side effects after cancer - how you move on

Fyrirlesari: Josina Bergsöe rithöfundur 

 

„Er þetta bara ég?” Síðkomnar afleiðingar meðferðar. Upptaka frá málþingi haldið 24. október 2016

Í mörg ár hafa Brjóstaheill – Samhjálp kvenna, Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins staðið saman að bleiku málþingi í október. Á málþinginu í ár var fjallað sérstaklega um síðkomin einkenni/síðkomnar afleiðingar eftir meðferð við brjóstakrabbameini.


Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskánni eru um 3.000 konur á lífi eftir að hafa greinst með krabbamein í brjóstum. Umræða um síðkomnar afleiðingar meðferðar hefur farið vaxandi að undanförnu og margar konur upplifa fjölmörg einkenni sem þær lifa með. Á málþinginu var rætt m.a. um hver þessi einkenni eru, hvernig brugðist er við þeim og hvaða stuðning konan þarf í sínum mismunandi hlutverkum (heima, vinna og fl.). Málþingið var einn fjölmennasti viðburðurinn sem haldinn hefur verið í húsi Krabbameinsfélagsins.
Styrktaraðilar málþingsins voru Estée Lauder, Pfizer og Radisson Blu 1919 hótel

 


Var efnið hjálplegt?