Ása Sigríður Þórisdóttir 3. jan. 2021

Sjálfskoðun brjósta - Þreifaðu brjóstin reglulega

Mælt er með að konur á öllum aldri skoði brjóstin reglulega. Þá átta þær sig á því hvað er eðlilegt og ef eitthvað breytist frá því síðast. 

Þegar þeim aldri er náð að boðsbréf um skimun fyrir brjóstakrabbameini fara að berast er mælt með að konur mæti reglulega í skimun en haldi um leið áfram að fylgast sjálfar með brjóstum. 

Þetta eykur líkur á að mein finnist áður en þau eru langt á veg komin.

Best er að skoða brjóstin einu sinni í mánuði, viku til tíu dögum eftir að blæðingar hefjast. Þá eru brjóstin mýkst. Eftir tíðahvörf er best að þreifa brjóstin á svipuðum tíma í hverjum mánuði, til dæmis fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Mikilvægt er að leita læknis ef einhver breyting finnst. Rétt er að hafa í huga að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja.

Kennslumyndband og leiðbeiningar um brjóstaþreifingu

https://youtu.be/4EXctYN3Bgo

Viltu vita meira?


Fleiri nýir pistlar

4. nóv. 2020 : Góðar svefnvenjur

Erla Björnsdóttir hjá Betri svefn hefur verið með svefnnámskeið á vegum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins hér gefur hún okkur nokkur góð ráð að góðum svefnvenjum.

Lesa meira

24. ágú. 2020 : Það sem við getum gert fyrir heilsuna okkar

Heilsusamlegur lífsstíll getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og haft áhrif á hvernig við erum í stakk búin til að takast á við sjúkdóma.

Lesa meira

26. jún. 2020 : Betra að nota fisk og grænmeti á grillið

Fræðslupistill júní 2020: Nú er grilltíminn í hámarki og því tilvalið að kynna sér leiðir til að grilla á sem bestan máta með heilsuna í huga.

Lesa meira

7. apr. 2020 : Upplifun og líðan á tímum Covid-19

Streita og áhyggjur eru eðlilegur hluti af því að takast á við krefjandi aðstæður, eins og núna eru uppi. 

Lesa meira