Lóa Björk Ólafsdóttir 2. apr. 2020

Núvitundarganga

Það er hægt að nota ýmsar aðferðir og æfingar til að tileinka sér líf í núvitund. Ein æfingin snýst til að mynda um að æfa núvitund á göngu en þessar vikurnar eru einmitt margir sem stunda gönguferðir til að styrkja líkama og sál. 

Núvitund byggir á ævafornri hugleiðsluaðferð og snýst um viðleitni okkar til að vera til staðar hér og nú. Að bera kennsl á það sem á sér stað innra með okkur og fyrir utan okkar. Í því felst að læra að vera meðvituð um líkama okkar, tilfinningar og hugsanir án þess að gagnrýna eða reyna að breyta þeim heldur frekar að taka eftir eins og hlutlaus áhorfandi og nálgast tilfinningar okkar og hugsanir af mýkt og kærleika.

Það er hægt að nota ýmsar aðferðir og æfingar til að tileinka sér líf í núvitund. Ein æfingin snýst til að mynda um að æfa núvitund á göngu en þessar vikurnar eru einmitt margir sem stunda gönguferðir til að styrkja líkama og sál. Hér kemur því hugmynd að núvitundargöngu.

Áður en þú leggur af stað máttu standa kyrr í smástund, finna vel fyrir jörðinni undir fótum þér. Réttu úr brjóstkassanum og þrýstu öxlunum aðeins aftur. Slakaðu á öxlunum og dragðu djúpt inn andann.

Nú leggur þú af stað og á göngunni ætlar þú að hafa eftirfarandi í huga;

  • Taka eftir því hvernig hællinn snertir fyrst jörðina og hvernig restin af ilinni og tærnar fylgja svo á eftir. Þú tekur líka eftir því hvernig handleggirnir hreyfast með hverju skrefi sem þú tekur
  • Taka eftir hvort þú finnur einhvern ilm í loftinu
  • Taka eftir hvort þú finnir merki um þá árstíð sem er við völd núna.
  • Taka eftir hljóðum sem þú heyrir
  • Taka eftir þeim litum sem þú sérð
  • Taktu eftir öllum smáatriðum í umhverfi þínu
  • Er eitthvað sem verður á vegi þínum sem fyllir þig gleði, þakklæti eða innblæstri ? Er það ferskt loftið, hlýjan frá sólinni, fallegt laufblað, form á steini, brosandi andlit, fuglasöngur, blóm, árstíðarskipti eða bara það að finna jörðina undir fótum þínum.

Þegar þú tekur eftir einhverju sem vekur með þér ánægju eða vellíðunartilfinningu, leyfðu þér þá að beina allri athyglinni að því – gefðu þig algjörlega að þessum hlut og skynjaðu hann eins og ekkert annað sé jafn merkilegt í þessum heimi.

Njóttu og upplifðu.


Fleiri nýir pistlar

21. mar. 2022 : Hvað borða Íslendingar og hvernig fer það saman við ráðleggingar um mataræði til að draga úr líkum á krabbameinum?

Ný landskönnun sýnir að á 10 árum hefur mataræði landsmanna tekið breytingum sem sumar eru jákvæðar á meðan annað mætti bæta. 

Lesa meira

16. jún. 2021 : Eðli og mikilvægi leghálsskimunar

Undanfarið hefur verið mikil umræða um skimun fyrir leghálskrabbameini og getur verið áhugavert að kynna sér eðli og mikilvægi leghálsskimunar. 

Lesa meira

2. jún. 2021 : Með góðum sól­vörnum má koma í veg fyrir flest húð­krabba­mein

Passaðu upp á þig og þína í sólinni!

Lesa meira

31. maí 2021 : Einsettu þér að hætta tóbaksnotkun

Í dag er alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn. Af því tilefni hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hrint úr vör árslangri alþjóðlegri herferð með nafnið  ,,Einsettu þér að hætta“ - "Commit to quit".

Lesa meira

30. maí 2021 : Evrópska krabba­meins­vikan: Meira en 100 ástæður til að hætta notkun tóbaks

Tóbak eykur líkur á mörgum tegundum krabbameina og ýmsu öðru heilsutjóni og dregur 8 milljónir manna til dauða á hverju ári. 

Lesa meira