Ása Sigríður Þórisdóttir 14. maí 2021

Komdu út að ganga!

Hvort sem maður er vanur gönguferðum eða ekki þá er frábær tími núna til að setja sér markmið um að byrja að ganga eða gefa í og fjölga skiptum eða lengja ferðirnar. Um leið er gaman að fylgjast með fuglalífi og uppgangi gróðurs.


Það þarf ekki að hamast í ræktinni til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Í hvert sinn sem við reimum á okkur skóna og örkum af stað í göngutúr stuðlum við að betra heilsufari og bættri líðan. Regluleg hreyfing hefur fjölþætt góð áhrif á starfsemi líkamans og getur bætt líkamlega og andlega heilsu. Meðal annars dregur regluleg hreyfing úr líkum á ristilkrabbameini og fleiri tegundum krabbameina, auk margra annarra langvinnra sjúkdóma.

Hvort sem maður er vanur gönguferðum eða ekki þá er frábær tími núna til að setja sér markmið um að byrja að ganga eða gefa í og fjölga skiptum eða lengja ferðirnar. Um leið er gaman að fylgjast með fuglalífi og uppgangi gróðurs.

Að ganga í sól og logni er notalegt en það er líka um að gera að hika ekki þó veðrið sé á öðrum nótum heldur klæða sig í takt við veður og vinda. Rok og rigning getur verið mjög hressandi.

Við hvetjum fólk til að stunda gönguferðir, bæði stuttar og langar, innanbæjar eða úti í sveit og uppi á fjöllum. Svo er tilvalið að drífa aðra með sér; vini, foreldra, börn, afa og ömmu eða kannski nágrannann. Gönguferðir með góðu fólki eru hreinasta afbragð.


Fleiri nýir pistlar

15. des. 2023 : Jólamolar Krabba­meins­félagsins 2023

Njótum hátíðanna, hlúum að okkur og höfum það notalegt. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

14. des. 2023 : Bleikasta slaufan sló í gegn

Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, hönnuðir Bleiku slaufunni 2023, afhentu Krabbameinsfélaginu 13.475.000 krónur sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Ekki láta blekkjast á ,,sólarlausum” og köldum sumardögum

Ímyndaðu þér sumardag á Íslandi. Veðrið getur verið ýmiskonar ekki satt? Ef úti er bongóblíða, heiðskír himinn og glampandi sól leiðirðu hugann kannski nokkuð sjálfkrafa að sólarvörnum; berð á þig sólkrem og notar flíkur og höfuðfat til að verja þig. (Ef þetta er ekki lýsandi fyrir þig á sólardögum hvetjum við þig til að kynna þér mikilvægi sólarvarna!).

Lesa meira

3. júl. 2023 : Góð ráð við grillið

Fátt er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu eða góðum vinum í góðu veðri. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.

Lesa meira