Ása Sigríður Þórisdóttir 14. maí 2021

Komdu út að ganga!

Hvort sem maður er vanur gönguferðum eða ekki þá er frábær tími núna til að setja sér markmið um að byrja að ganga eða gefa í og fjölga skiptum eða lengja ferðirnar. Um leið er gaman að fylgjast með fuglalífi og uppgangi gróðurs.


Það þarf ekki að hamast í ræktinni til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Í hvert sinn sem við reimum á okkur skóna og örkum af stað í göngutúr stuðlum við að betra heilsufari og bættri líðan. Regluleg hreyfing hefur fjölþætt góð áhrif á starfsemi líkamans og getur bætt líkamlega og andlega heilsu. Meðal annars dregur regluleg hreyfing úr líkum á ristilkrabbameini og fleiri tegundum krabbameina, auk margra annarra langvinnra sjúkdóma.

Hvort sem maður er vanur gönguferðum eða ekki þá er frábær tími núna til að setja sér markmið um að byrja að ganga eða gefa í og fjölga skiptum eða lengja ferðirnar. Um leið er gaman að fylgjast með fuglalífi og uppgangi gróðurs.

Að ganga í sól og logni er notalegt en það er líka um að gera að hika ekki þó veðrið sé á öðrum nótum heldur klæða sig í takt við veður og vinda. Rok og rigning getur verið mjög hressandi.

Við hvetjum fólk til að stunda gönguferðir, bæði stuttar og langar, innanbæjar eða úti í sveit og uppi á fjöllum. Svo er tilvalið að drífa aðra með sér; vini, foreldra, börn, afa og ömmu eða kannski nágrannann. Gönguferðir með góðu fólki eru hreinasta afbragð.


Fleiri nýir pistlar

21. mar. 2022 : Hvað borða Íslendingar og hvernig fer það saman við ráðleggingar um mataræði til að draga úr líkum á krabbameinum?

Ný landskönnun sýnir að á 10 árum hefur mataræði landsmanna tekið breytingum sem sumar eru jákvæðar á meðan annað mætti bæta. 

Lesa meira

16. jún. 2021 : Eðli og mikilvægi leghálsskimunar

Undanfarið hefur verið mikil umræða um skimun fyrir leghálskrabbameini og getur verið áhugavert að kynna sér eðli og mikilvægi leghálsskimunar. 

Lesa meira

2. jún. 2021 : Með góðum sól­vörnum má koma í veg fyrir flest húð­krabba­mein

Passaðu upp á þig og þína í sólinni!

Lesa meira

31. maí 2021 : Einsettu þér að hætta tóbaksnotkun

Í dag er alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn. Af því tilefni hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hrint úr vör árslangri alþjóðlegri herferð með nafnið  ,,Einsettu þér að hætta“ - "Commit to quit".

Lesa meira

30. maí 2021 : Evrópska krabba­meins­vikan: Meira en 100 ástæður til að hætta notkun tóbaks

Tóbak eykur líkur á mörgum tegundum krabbameina og ýmsu öðru heilsutjóni og dregur 8 milljónir manna til dauða á hverju ári. 

Lesa meira