Ása Sigríður Þórisdóttir 17. maí 2021

Gómsætir og hollir frostpinnar

Það er auðvelt að búa til frísklega en um leið holla frostpinna sem renna ljúflega niður á hlýjum sumardögum sem við eigum vonandi í vændum. Að sjálfsögðu eru Íslendingar samt vanir að borða ís árið um kring og þessara frostpinna má njóta hvenær sem. 

Uppskriftirnar innihalda engan viðbættan sykur en hægt er að bæta ofurlítilli sætu við eftir óskum, t.d. hunangi.

Nauðsynlegt er að hafa frostpinnaform við hendina eða einhver lítil ílát sem hægt er að setja pinna í og frysta.

Athugið að mismunandi er eftir frystum hve lengi þarf að frysta frostpinnana en oftast ættu 4-6 klst að nægja.

Mataræði skiptir máli, hugsum um heilsuna. Það dregur úr líkum á krabbameinum að borða ríkulega af ávöxtum og grænmeti árið um kring.

  • Ávaxtakókosbirta

Ávextir, t.d. jarðarber, mangó, bláber, hindber, kíví, ananas, vínber, appelsínur.

Kókosvatn

Skerið ávexti að eigin vali í litla bita, það getur verið ein gerð ávaxta eða margar. Setjið bitana í formin, það er hægt að blanda mismunandi ávaxtabitum saman eða setja lagskipt í formin eftir tegundum, það kemur skemmtilega út.

Setjið pinnana í formin, fyllið upp með kókosvatni og frystið.

  • Gulur og góður

1 bolli ananasbitar

2 bananar

2 bollar mangóbitar

Setjið alla ávextina í blandara og maukið, setjið blönduna í formin, pinnana í og frystið.

Hægt að leika sér með hlutföll ávaxtanna og einnig nota aðrar ávaxtategundir.

  • Jarðarberja- og bananabongó

2-3 bananar

Nokkur jarðarber, skorin í bita

Maukið bananana í blandara og blandið jarðarberjabitunum út í. Setjið blönduna í formin, pinnana í og frystið.

  • Jógúrtberjasæla

2 bollar hrein grísk jógúrt

2 bollar bláber

Maukið bláberin í blandara, hellið svo jógúrtinni saman við. Blandið lauslega saman og setjið í formin, pinnana í og frystið.

Nota má aðra ávexti, t.d. mangó eða jarðarber og einnig hægt að nota fleiri en eina gerð ávaxta.

Í vefverslun Krabbameinsfélagsins getur þú svo nælt þér í íspinnaform frá Nicolas Vahé

 

 

 

 

 


Fleiri nýir pistlar

15. des. 2023 : Jólamolar Krabba­meins­félagsins 2023

Njótum hátíðanna, hlúum að okkur og höfum það notalegt. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

14. des. 2023 : Bleikasta slaufan sló í gegn

Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, hönnuðir Bleiku slaufunni 2023, afhentu Krabbameinsfélaginu 13.475.000 krónur sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Ekki láta blekkjast á ,,sólarlausum” og köldum sumardögum

Ímyndaðu þér sumardag á Íslandi. Veðrið getur verið ýmiskonar ekki satt? Ef úti er bongóblíða, heiðskír himinn og glampandi sól leiðirðu hugann kannski nokkuð sjálfkrafa að sólarvörnum; berð á þig sólkrem og notar flíkur og höfuðfat til að verja þig. (Ef þetta er ekki lýsandi fyrir þig á sólardögum hvetjum við þig til að kynna þér mikilvægi sólarvarna!).

Lesa meira

3. júl. 2023 : Góð ráð við grillið

Fátt er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu eða góðum vinum í góðu veðri. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.

Lesa meira