Guðmundur Pálsson 25. maí 2021

Evrópska krabba­meins­vikan 2021: Áfengi og krabba­mein – það sem allir ættu að vita

Nú stendur yfir krabbameinsvika evrópskra krabbameinsfélaga (European week against cancer). Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. 

Í ár er meðal annars lögð áhersla á að auka þekkingu almennings á tengslunum milli áfengisdrykkju og aukinnar hættu á krabbameinum.

Áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur samkvæmt Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC).

Áfengisneysla tengist auknum líkum á sjö tegundum krabbameina, m.a. brjóstakrabbameini og krabbameini í ristli og endaþarmi sem eru meðal algengustu krabbameina.

Mikilvægt er að fólk þekki þessi tengsl svo það geti tekið upplýstar ákvarðanir varðandi áfengisdrykkju, svo sem að sleppa henni eða takmarka.

Ekki skiptir máli af hvaða tagi drykkurinn er; bjór, léttvín, sterkt vín eða annað, heldur hvert sjálft áfengismagnið er.

Hættan á krabbameinum helst í hendur við það magn sem drukkið er.

Því minna, því betra.

Ýmsir aðrir lífsstílsþættir hafa áhrif á líkurnar á því að fólk fái krabbamein. Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl sem felst m.a. í að nota ekki tóbak, stunda reglulega hreyfingu, borða hollan mat í hæfilegu magni, sporna gegn ofþyngd og varast útfjólubláa geisla sólar og ljósabekkja.

Gagnlegt efni:


Fleiri nýir pistlar

1. des. 2022 : Jólamolar Krabbameinsfélagsins

Njótum aðventunnar og jólanna, höfum það notalegt og hlúum að okkur. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

21. mar. 2022 : Hvað borða Íslendingar og hvernig fer það saman við ráðleggingar um mataræði til að draga úr líkum á krabbameinum?

Ný landskönnun sýnir að á 10 árum hefur mataræði landsmanna tekið breytingum sem sumar eru jákvæðar á meðan annað mætti bæta. 

Lesa meira

16. jún. 2021 : Eðli og mikilvægi leghálsskimunar

Undanfarið hefur verið mikil umræða um skimun fyrir leghálskrabbameini og getur verið áhugavert að kynna sér eðli og mikilvægi leghálsskimunar. 

Lesa meira

2. jún. 2021 : Með góðum sól­vörnum má koma í veg fyrir flest húð­krabba­mein

Passaðu upp á þig og þína í sólinni!

Lesa meira

31. maí 2021 : Einsettu þér að hætta tóbaksnotkun

Í dag er alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn. Af því tilefni hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hrint úr vör árslangri alþjóðlegri herferð með nafnið  ,,Einsettu þér að hætta“ - "Commit to quit".

Lesa meira