Guðmundur Pálsson 25. maí 2021

Evrópska krabba­meins­vikan 2021: Áfengi og krabba­mein – það sem allir ættu að vita

Nú stendur yfir krabbameinsvika evrópskra krabbameinsfélaga (European week against cancer). Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. 

Í ár er meðal annars lögð áhersla á að auka þekkingu almennings á tengslunum milli áfengisdrykkju og aukinnar hættu á krabbameinum.

Áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur samkvæmt Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC).

Áfengisneysla tengist auknum líkum á sjö tegundum krabbameina, m.a. brjóstakrabbameini og krabbameini í ristli og endaþarmi sem eru meðal algengustu krabbameina.

Mikilvægt er að fólk þekki þessi tengsl svo það geti tekið upplýstar ákvarðanir varðandi áfengisdrykkju, svo sem að sleppa henni eða takmarka.

Ekki skiptir máli af hvaða tagi drykkurinn er; bjór, léttvín, sterkt vín eða annað, heldur hvert sjálft áfengismagnið er.

Hættan á krabbameinum helst í hendur við það magn sem drukkið er.

Því minna, því betra.

Ýmsir aðrir lífsstílsþættir hafa áhrif á líkurnar á því að fólk fái krabbamein. Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl sem felst m.a. í að nota ekki tóbak, stunda reglulega hreyfingu, borða hollan mat í hæfilegu magni, sporna gegn ofþyngd og varast útfjólubláa geisla sólar og ljósabekkja.

Gagnlegt efni:


Fleiri nýir pistlar

15. des. 2023 : Jólamolar Krabba­meins­félagsins 2023

Njótum hátíðanna, hlúum að okkur og höfum það notalegt. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

14. des. 2023 : Bleikasta slaufan sló í gegn

Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, hönnuðir Bleiku slaufunni 2023, afhentu Krabbameinsfélaginu 13.475.000 krónur sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Ekki láta blekkjast á ,,sólarlausum” og köldum sumardögum

Ímyndaðu þér sumardag á Íslandi. Veðrið getur verið ýmiskonar ekki satt? Ef úti er bongóblíða, heiðskír himinn og glampandi sól leiðirðu hugann kannski nokkuð sjálfkrafa að sólarvörnum; berð á þig sólkrem og notar flíkur og höfuðfat til að verja þig. (Ef þetta er ekki lýsandi fyrir þig á sólardögum hvetjum við þig til að kynna þér mikilvægi sólarvarna!).

Lesa meira

3. júl. 2023 : Góð ráð við grillið

Fátt er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu eða góðum vinum í góðu veðri. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.

Lesa meira