Jóhanna Eyrún Torfadóttir 26. jún. 2020

Betra að nota fisk og grænmeti á grillið

Nú er grilltíminn í hámarki og því tilvalið að kynna sér leiðir til að grilla á sem bestan máta með heilsuna í huga.

Það er góð tilbreyting að matreiða matinn á annan hátt á sumrin með því að grilla matinn. Það mætti til að mynda grilla oftar fisk, grænmeti og ávexti en aukin neysla þessara fæðutegunda getur bæði minnkað áhættu á krabbameinum en einnig myndast minna af krabbameinsvaldandi efnum ef fiskur og grænmeti brennur á grillinu miðað við ef kjöt brennur á grillinu.

Auk þess að varast að brenna kjöt á grillinu er mælt með að borða að hámarki 350 til 500 grömm á viku af rauðu kjöti (nauta-, svína-, lamba- og hrossakjöti) þar sem mikil neysla á kjöti eykur líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi. Því er enn meiri ástæða til að leggja áherslu á meðlæti eins og grænmeti og ávexti (ferskt og/eða grillað) og að velja frekar til dæmis fisk, baunabuff og kjúklingakjöt fyrir heilsuna og umhverfið.

Þar sem brennt kjöt getur innihaldið krabbameinsvaldandi efnasambönd (fjölhringja sambönd sem kallast HCAc og PAHs ) ætti ávallt að forðast að brenna (kola) kjötið á grillinu. Þessi efnasambönd ná helst að myndast þegar kjöt er lengi á grillinu við háan hita. Einnig er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að logi í kjötinu meðan á grillun stendur.

Að marinera grillmatinn að lágmarki í 30 mínútur fyrir eldun er talið geta dregið úr myndun áðurnefndra krabbameinsvaldandi efnasambanda og því gott að nota góða jurtaolíu og bæta við smá sítrónusafa, edik, kryddjurtum og/eða kryddi.

Hvernig getum við passað að matur brenni ekki á grillinu?

Hér eru nokkur ráð:

  • Veljum kjöt sem er minna feitt þar sem fita sem lekur af kjötinu veldur því að logi myndast
  • Hægt er að nota álpappír/bakka undir kjötið til að forðast að fitan leki af grindinni
  • Snúum grillmatnum reglulega við  á grillinu
  • Skerum grillmatinn í smærri sneiðar til að eldun taki styttri tíma
  • Grillum við hámark 180 °C
  • Hægt er að byrja eða klára eldunina í ofni (ef vill)
  • Ef notað er kolagrill ætti ekki að byrja að grilla fyrr en kolin eru hætt að loga
  • Ef maturinn brennur á grillinu þrátt fyrir ráðstafanir er alltaf hægt að skera brennda hlutann í burtu

Og síðast en ekki síst þá þurfum við ekki að alltaf að vera með vín með grillmatnum og mætti nota það frekar sparilega - hér eru nokkur góð ráð til að draga úr víndrykkju.

Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum.

Tengt efni:

Healthy Grilling: Reducing the Risk of Cancer

Chemicals in Meat Cooked at High Temperatures and Cancer Risk

Matvælastofnun – viðbrennd matvæli

American Institute for Cancer Research - cancer experts issue warning on grilling safety

Karlaklefinn - góðgæti af grillinu


Fleiri nýir pistlar

1. des. 2022 : Jólamolar Krabbameinsfélagsins

Njótum aðventunnar og jólanna, höfum það notalegt og hlúum að okkur. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

21. mar. 2022 : Hvað borða Íslendingar og hvernig fer það saman við ráðleggingar um mataræði til að draga úr líkum á krabbameinum?

Ný landskönnun sýnir að á 10 árum hefur mataræði landsmanna tekið breytingum sem sumar eru jákvæðar á meðan annað mætti bæta. 

Lesa meira

16. jún. 2021 : Eðli og mikilvægi leghálsskimunar

Undanfarið hefur verið mikil umræða um skimun fyrir leghálskrabbameini og getur verið áhugavert að kynna sér eðli og mikilvægi leghálsskimunar. 

Lesa meira

2. jún. 2021 : Með góðum sól­vörnum má koma í veg fyrir flest húð­krabba­mein

Passaðu upp á þig og þína í sólinni!

Lesa meira

31. maí 2021 : Einsettu þér að hætta tóbaksnotkun

Í dag er alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn. Af því tilefni hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hrint úr vör árslangri alþjóðlegri herferð með nafnið  ,,Einsettu þér að hætta“ - "Commit to quit".

Lesa meira