Sólarvarnir barna: þetta þarftu að vita

Mikilvægt er að passa upp á sólarvarnir barna í sumar, og hér eru minnispunktar á íslensku, pólsku og ensku fyrir foreldra og aðila sem bjóða upp á námskeið eða annað sumarstarf fyrir börn.

Eitt af markmiðum Krabbameinsfélagsins er að fækka þeim sem fá krabbamein með öflugum forvörnum. Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og sérstaklega fyrir börn, sem eru viðkvæmari fyrir sólargeislum, en skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.

Á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum frá apríl fram í september, sér í lagi í júní og júlí milli klukkan 10 og 16. Þetta er tíminn sem mörg börn eru á sumarnámskeiðum eða öðru tómstundastarfi og því mikilvægt að þar sé gætt vel að sólarvörnum í samvinnu við foreldra.

Krabbameinsfélagið mælir ekki með eða á móti ákveðnum gerðum sólarvarnakrema, svo lengi sem þau eru með stuðulinn 30 til 50+, en bendir á að oft er hægt að leita ráða í apótekum.

Frekara efni um sólarvarnir:

Birt í júní 2021. 


Var efnið hjálplegt?