Næring

Með því að borða næringarríkan og fjölbreyttan mat í hæfilegu magni er auðveldara að tryggja að líkaminn fái nauðsynleg næringarefni, auk þess að draga úr líkum á krabbameini og stuðla að góðri heilsu og vellíðan.

*Þessi síða er í vinnslu 19.1.2021*

Embætti landlæknis gefur úr ráðleggingar um mataræði sem ætlaðar eru fullorðnum og börnum á Íslandi frá tveggja ára aldri. Í grófum dráttum er ráðlagt að velja fyrst og fremst matvæli sem eru lítið unnin og rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir, linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og vatn til drykkjar. Gagnlegt er að velja skráargatsmerktar vörur sem eru hollari valkostur en aðrar sambærilegar vörur. Almennt séð er ekki þörf á fæðubótarefnum, með þeirri undantekningu að ráðlagt er að allir sem búa á Íslandi taki D-vítamín sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur. Auk þess geta einstaka hópar haft gagn af fæðubótarefnum, t.d. er konum á barneignaaldri sem gætu orðið barnshafandi ráðlagt að taka fólinsýru sem fæðubótarefni.

Ráðleggingar landlæknis, sem ætlað er að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum, eru í góðu samræmi við rannsóknir og ráðleggingar ýmissa virtra krabbameinssamtaka um mataræði. Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin leggur áherslu á ríka neyslu á heilkornavörum, grænmeti, ávexti, baunum og linsum, að halda neyslu á rauðu kjöti í hófi og takmarka neyslu á unnum kjötvörum, óhollum skyndibita, sykruðum drykkjum og áfengi. Ekki skyldi taka fæðubótarefni til að draga úr líkum á krabbameini, með þeirri almennu undantekningu að taka D-vitamin á Íslandi.

Hér má sjá ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Evrópsku krabbameinssamtakanna um mataræði til að draga úr líkum á krabbameini, aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Þar er hægt að leita svara við ýmsum spurningum, m.a. Er til sérstakt mataræði sem kemur í veg fyrir krabbamein?

Ítarefni

Plakat-A2-Radleggingar-mataraedi-HR



Var efnið hjálplegt?