Sólböð

Húðkrabbamein eru mjög algeng og margs konar; sum hættulítil en önnur banvæn. Hættulegust eru svokölluð sortuæxli og á hverju ári látast nokkrir Íslendingar af völdum þess.

Aðgát skal höfð í nærveru sólar - húðkrabba­mein á Íslandi

Húðkrabbamein eru mjög algeng og margs konar; sum hættulítil en önnur banvæn. Hættulegust eru svokölluð sortuæxli og á hverju ári látast nokkrir Íslendingar af völdum þess.

Í þessari heimildarmynd fjalla læknar um helstu tegundir húðkrabbameina, hvernig þau myndast og hvernig þau eru meðhöndluð. Tvær konur segja frá reynslu sinni af því að greinast með húðkrabbamein og aðstandandi rekur baráttusögu móður sinnar sem lést af völdum sortuæxlis.

https://vimeo.com/102751865

Hvað er svona merkilegt við D-vítamín?

D-vítamín hjálpar okkur að ná kalki úr mat og drykk og tekur þátt í að stýra því hve mikið kalk fer inn í beinin. Oft heyrist að D-vítamín geti komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, þar með talin krabbamein. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar til að kanna slíkt og hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti að D-vítamín geti komið í veg fyrir krabbamein almennt. Það eru þó jákvæðar vísbendingar um að hærri D-vítamínstyrkur í blóði geti veitt vernd gegn krabbameini í brjóstum sem greinist fyrir tíðahvörf, og krabbameini í ristli og endaþarmi.

Húðin framleiðir D-vítamín þegar sólin skín á hana en framleiðsla D-vítamíns fer eftir húðtegund, árstíma, tíma dags og breiddargráðu. Á sumrin dugir flestum  að láta sól skína á handleggi og höfuð í um 15 mínútur til að fá góðan skammt af D-vítamíni. Þrátt fyrir að við höfum gott af sól í smáskömmtum er nauðsynlegt að nota sólarvörn til að koma í veg fyrir sólbruna, en þá minnkar geta húðarinnar til að framleiða D-vítamín. Íslendingum er því ráðlagt að taka D-vítamín, annað hvort lýsi eða D-vítamíntöflur, og borða feitan fisk.

Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fjallaði um D - vítamín í hádegisfyrirlestri í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands þann 11. maí 2011.

https://vimeo.com/33148271

12 spurningar og svör um sólina, ljósabekki, brúnkukrem og annað sem snertir húðina okkar

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir situr fyrir svörum í stuttum myndböndum um sólina, ljósabekki, brúnkukrem og margt annað sem snertir húðina okkar.

1. Er sólin hættuleg?

https://www.youtube.com/watch?v=ZbpeHGA9EFQ

2. Eldist húðin hraðar í sólinni?

https://www.youtube.com/watch?v=oBi93w4AT6I

3. Hvenær er sólin sterkust?

https://www.youtube.com/watch?v=brAi9prAl3s

4. Hvernig er hægt að vernda húðina fyrir sólargeislum?

https://www.youtube.com/watch?v=dsW1neZOeLA

5. Hvað á að nota sterka sólarvörn?

https://www.youtube.com/watch?v=rQNIDsXISM0

6. Fær sólarvarin húð D-vítamín?

https://www.youtube.com/watch?v=7wHhQUqcNKA

7. Hversu oft á að bera á sig sólarvörn?

https://www.youtube.com/watch?v=Sp5K2bGdXJ4

8. Eru óléttar konur viðkvæmari fyrir sól?

https://www.youtube.com/watch?v=9VyAyySImA4

9. Hvernig verjum við börnin okkar fyrir sólinni?

https://www.youtube.com/watch?v=UL2Z3CyPo8A

10. Hvað er sortuæxli?

https://www.youtube.com/watch?v=X8-gi8cVh04

11. Er hættulegra að greinast með sortuæxli en önnur húðkrabbamein?

https://www.youtube.com/watch?v=EI20F0peNCs

12. Er í lagi að nota brúnkukrem?

https://www.youtube.com/watch?v=U7L96nLucXY


Var efnið hjálplegt?