3. apr. 2020

Slökun og skógarferð

Hlustaðu á leidda djúpslökun sem endar í dásamlegri skógarferð þar sumar og sól eru við völd. 

Komdu þér vel fyrir í liggjandi stöðu þar sem þú verður fyrir sem minnstri truflun. Láttu fara eins þægilega um þig og mögulegt er. Gott getur verið að nota púða undir fætur eða læri, sérstaklega ef um bakverki er að ræða. Hagræddu koddanum þannig að sem best fari um höfuð og háls. 

Einnig er hægt að gera slökunina í sitjandi stöðu og er þá mikilvægt að hafa góðan stuðning við bakið þannig að hryggjarsúlan sé bein og að leyfa handleggjum að liggja slökum meðfram síðunum eða í kjöltu þér. Passaðu að þér sé mátulega heitt og notaðu ábreiðu ef þú þarft.

Lykillinn á bak við það að ná að slaka á er að gefa þér þennan tíma óskiptan fyrir stundina og að halda athyglinni eins og þú best getur á leiðbeiningunum. Mundu að eins og með allt annað sem við viljum tileinka okkur í lífinu krefst slökun og hugleiðsla tíma og þjálfunar. Slökun er gott tæki til að draga úr streitu og auka almenna vellíðan. 

Njóttu vel!

  • Upptakan nýtur sín best ef þú tengir hátalara við tölvuna eða hlustar með heyrnartólum.