11. feb. 2020

Núvitund fyrir ungmenni sem hafa misst ástvin

Hulda Pálmadóttir er 21 árs og missti 32ja ára gamlan bróður sinn í ágúst. Námskeið sem hún sótti í núvitund hjálpaði henni að takast á við daglegt líf án hans. Edda Margrét Guðmundsdóttir, segir okkur frá námskeiðinu.

Það sem hjálpar Huldu mest við námskeiðið er að takast á við hversdaginn í skólanum, en hún er í Hagfræði í Háskóla Íslands þar sem bróðir hennar var einnig við nám. Edda Margrét er sálfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu sem er haldið hjá Krabbameinsfélaginu og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Námskeiðið er ætlað aðstandendum á aldrinum 16-22 ára sem hafa misst náinn ástvin. Markmið þess er að öðlast meiri hugarró með hugleiðslu og öðrum aðferðum sem hjálpa til við að njóta líðandi stundar.

Skráning og nánari upplýsingar eru að finna hér.