• Erla Björnsdóttir sálfræðingur og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir viðskipta- og markaðsfræðingur.

6. jan. 2020

Markmið, skipulag og jákvætt hugarfar

Í fyrsta hlaðvarpi ársins fjöllum við um mikilvægi jákvæðs hugarfars þegar kemur að árangri í að ná markmiðum sínum. 

Draumar, markmið, þakklæti og skipulag með jákvæðu hugarfari er lykillinn að árangri þegar kemur að því að setja sér markmið - og fögnum mistökum því af þeim lærum við. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir viðskipta- og markaðsfræðingur standa að dagbókinni MUNUM og ræða meðal annars mikilvægi þess að skrifa niður markmið sín og vera óhræddur við að gera mistök. 

Þær halda námskeið hjá Krabbameinsfélaginu miðvikudaginn 8. janúar kl. 13:00-16:00.