• Bragi Guðmundsson, Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Sigurður Darri Rafnsson.

21. des. 2019

Mataræði og breyttur lífsstíll

Heilbrigt líf og mataræði helst gjarnan í hendur og í hlaðvarpi dagsins fjöllum við um mat og einstaklinga sem hafa breytt um mataræði. 

Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu, og Bragi Guðmundsson, matreiðslumaður,  tala um að breyta mataræði og taka út rautt kjöt. Bragi deilir gómsætum uppskriftum á Karlaklefanum, sem er lífsstílsvefur fyrir karlmenn með fjölbreyttum upplýsingum sem tengjast heilsu og lífsstíl. 

Sigurður Darri Rafnsson, þjálfari, deilir reynslu sinni af því að hafa tekið út kjöt úr sínu mataræði, en margir tengja kjöt við orku og líkamleg afrek. Siggi segir hins vegar að hann finni engan mun á krafti hvort sem hann borði kjöt eða ekki.