21. jan. 2020

Er Flexitarian besta mataræðið fyrir mig og umhverfið?

Flexitarian gæti dregið úr krabbameinsáhættu, segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og sérfræðingur í forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. 

Hún er einn höfunda greinar í Fréttablaðinu í dag sem ber yfirskriftina Matar­æði sem stuðlar að sjálf­bærni vist­kerfisins og fækkar ó­tímærum dauðsföllum. Hún ræðir við Sigríði Sólan Guðlaugsdóttur um hvernig Flexitarian getur stuðlað að sjálfbærni vistkerfisins og fækkað ótímabærum dauðsföllum.

Jóhanna og meðhöfundur greinarinnar, Thor Aspelund, prófessor í læknadeild HÍ, halda erindi á Læknadögum í Hörpu annað kvöld þar sem þau fjalla nánar um þetta en fyrirlesturinn er öllum opinn.