

Við undirrituð styðjum áskorun Krabbameinsfélags Íslands á yfirvöld um að þau beiti sér fyrir forvörnum gegn krabbameinum sem felast meðal annars í hvatningu um heilbrigða lífshætti. Mikilvægt er að yfirvöld sýni frumkvæði og stuðli þannig að því að færri greinist með krabbamein, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Lífstílsbreytingar á síðustu árum og áratugum hafa orðið til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Reykingar, óhollt mataræði og kyrrseta eru meðal helstu áhættuþátta.
Krabbameinsfélagið skorar á sveitarstjórnarfólk að gefa lýðheilsu meira vægi og efla forvarnir gegn krabbameinum með því að:
Krabbameinsfélagið skorar einnig á þingheim og ríkisstjórn að beita sér fyrir bættri lýðheilsu meðal annars með því að:
Krabbameinsfélagið hefur kallað eftir upplýsingum um stefnu framboðanna varðandi forvarnir gegn krabbameinum og lýðheilsumál. Þau svör sem hafa borist má lesa hér.