© Mats Wibe Lund

Árnessýsla

Krabbameinsfélag Árnesssýslu var stofnað 29. maí 1971 og eru félagsmenn 279 talsins. Félagið heldur úti stuðningshópnum Brosinu sem kemur saman aðra hvora viku. Einnig býður félagið upp á uppákomur og fræðslu fyrir félagsmenn sína sem hefur verið mikil ánægja með. Formaður félagsins er Svanhildur Ólafsdóttir. 

Starfsemi 2018

Starfsárið 2018 var mjög gott og viðburðaríkt hjá félaginu. Töluverð fjölgun félaga var jafnt og þétt yfir árið og þátttaka í viðburðum almennt góð. Við árslok 2018 var fjöldi félagsmanna 279.

 • Félagið naut góðs samstarfs við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og fékk meðal annars til sín námskeiðið og fyrirlestra bæði á vor og haustönn.
 • Fastir hittingar hjá Brosinu, stuðningshópi félagsins og þátttakendum fjölgaði töluvert.
 • Næringarfræðingurinn Berglind Blöndal var með fyrirlestur um hollt og gott mataræði
 • Einnar nætur gisting í Bergheimum, makar voru velkomnir með.
 • Október var viðburðaríkur og skemmtilegur. Bleik messa í samstarfi við Selfosskirkju þar sem félagi sagði frá reynslu sinni af ferlinu og hve mikilvægur vinahópurinn reyndist henni auk þess sem fjórar vinkonur hennar sögðu frá sinni upplifun af því að eiga vinkonu í krabbameinsferli.
 • Slegið var upp stórveislu í Tryggvaskála í tilefni af Bleikum október. Bleika boðið fór fram úr öllum væntinum og var salurinn smekkfullur af konum og körlum. Haldið var happdrætti með ótal mörgum glæsilegum vinningum og sá Sigga Kling um að skemmta gestum. Tryggvaskáli gaf veitingar og ungt tónlistarfólk af svæðinu söng nokkur lög. Mjög vel heppnað kvöld sem er vonandi komið til að vera árlegur viðburður hjá félaginu.
 • Í okóber var ljósmyndasýningin Bleik sett upp í Krónunni. Tveir félagar tóku þátt í sýningunni og vakti hún verðskuldaða athygli bæjarbúa. Fánum bleiku slaufunnar var flaggað á aðal hringtorg bæjarins og bleikar slaufur hengdar á tré og staura á aðalgötunni.
 • Regluleg greinaskrif í Dagskrána (svæðisfréttamiðill) um krabbameinsferlið, aukin virkni á samfélagsmiðlum og umtal hefur gert félagið sýnilegra og sífellt fleirri leita eftir stuðningi og ráðgjöf.
 • Á vormánuðum bauð félagið uppá fjögurra vikna golfnámskeið sem var opið bæði félögum og mökum þeirra. Námskeiðinu lauk síðan með innanfélagsmóti og hamborgaraveislu í lokin.
 • Bæði á vor og haustönn bauð félagið uppá jóganámskeið tvisvar sinnum í viku í samstarfi við YogaSálir á Selfossi.
 • Kynning á starfsemi Krafts.
 • Jólagleði var haldin með félögum, boðið var uppá mat og haldinn var pakkaleikur.

Svanhildur Ólafsdóttir, formaður 


Var efnið hjálplegt?