© Mats Wibe Lund

Árnessýsla

Krabbameinsfélag Árnesssýslu var stofnað 29. maí 1971 og eru félagsmenn um 300 talsins. Félagið heldur úti stuðningshópnum Brosinu sem kemur saman aðra hvora viku. Einnig býður félagið upp á uppákomur og fræðslu fyrir félagsmenn sína sem hefur verið mikil ánægja með. Formaður félagsins er Svanhildur Ólafsdóttir. 

Starfsemi 2016-2017

Félagið tók þátt í Mottumars og gekk sú sala mjög vel. Við fengum til liðs við okkur handboltastelpur hér á svæðinu til að selja. Í tengslum við Mottumars færðum við Kiwanis- og Lions-klúbbunum hér fræðsludisk um blöðruhálskirtilskrabbamein.

Í október var kirkjan okkar lýst bleik og þar var haldin bleik messa sem við tókum þátt í. Var boðið uppá súpu og allur ágóði rann til félagsins. Hópur sem við nefnum Brosið kemur saman aðra hvora viku og er mjög góð mæting á það. Við bjóðum upp á ýmiss konar uppkomur og fræðslu og létt spjall og hefur verið mikil ánægja hjá þeim sem koma. Er þetta samstarfsverkefni með Rauða krossinum á staðnum.

Við erum enn að dreifa bókinni Bleikur barmur eftir Dórótheu Jónsdóttir. Við erum bjartsýn á nýtt starfsár hjá okkur ætlum að efla starfsemina enn frekar.

Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir. 


Var efnið hjálplegt?