28. apr. 2016

Ályktun frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sendir frá sér eftirfarandi ályktun:

Þann 14. apríl síðastliðinn kemur fram á vef Velferðarráðuneytisins að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hafi mælt fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um sjúkratryggingar sem kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu.  Á aðalfundi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þann 28.apríl skapaðist umræða um fyrirhugað frumvarp.  Félaginu finnst full ástæða til að lýsa yfir þungum áhyggjum vegna þessara breytinga.  Þó svokallað þak á greiðslu sé gott og gilt þá er ljóst að greiðsluþátttaka einstaklinga á grunnþjónustu mun hækka töluvert og ekki síst fyrir þá sem þurfa grunnrannsóknir krabbameinsgreininga.  Aukin hætta mun skapast á því að fólk fresti krabbameinsrannsóknum og fleiri kostnaðarsömum heimsóknum til sérfræðinga.  Greiningum krabbameina má alls ekki skjóta á frest en hættan er sú að fólk dragi það að leita eftir þeirri þjónustu, þegar kostnaður kemur til með að aukast verulega.Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessar fyrirhuguðu hækkanir á gjaldskrám sem koma til með að fylgja þessum breytingum.

Fyrir hönd stjórnar

Hlíf Guðmundsdóttir formaður


Var efnið hjálplegt?