Brjóstaheill – Samhjálp kvenna

Félagið var stofnað árið 1979 sem sem formlegt félag sjálfboðaliða árið 2001.

Brjóstaheill – Samhjálp kvenna, er stuðnings- og baráttuhópur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein.

Fullt nafn: Brjóstaheill – Samhjálp kvenna, til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein.
Formlegir félagsmenn eru um 100.
Netfang: brjostaheill@krabb.is 
Vefsíða: www.krabb.is/brjostaheill
Stuðningssími: 781 7744
Heimilisfang: Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
Kennitala: 680501-3510

Stjórn félagsins:

  • Formaður:  Brynja Björk Gunnarsdóttir, Klapparbergi 2, Reykjavík, sími: 824 8247, brynjagu@landspitali.is
  • Varaformaður: Anna Sigríður Arnardóttir, sími: 856 6826.
  • Ritari: Dóra Júlíussen
  • Gjaldkeri: Thelma Hólm Másdóttir
  • Meðstjórnendur: Heiða Birgisdóttir, Hildur Baldursdóttir og Guðrún Kristín Svavarsdóttir
  • Bakhjarlar stjórnar: Guðrún Sigurjónsdóttir og Hrefna Ingólfsdóttir

 

Hægt er að hafa samband í stuðningssíma félagsins eða senda tölvpóst á brjostaheill@krabb.is til þess að fá upplýsingar eða stuðning frá félaginu.

 

Starfsemi 2019

Árið 2019 var viðburðarríkt. Brjóstaheill –Samhjálp kvenna er aðili að Europa Donna, evrópusamtökum brjóstafélaga og starfa með samtökunum. Við erum einnig í góðum og nánum samskiptum við norrænu brjóstasamtökin. Annað hvert ár er haldin norræn ráðstefna brjóstasamtaka á norðurlöndum en 2018 var hún haldin í Færeyjum en fyrirhugað var að halda ráðstefnuna í haust í Finnlandi en henni hefur verið frestað til 2021 vegna Kórónuveirufaraldursins. Við héldum hana á Íslandi árið 2016 og var hún vel sótt.

Í júní s.l.fóru 14 vaskar konur á okkar vegum og í samstarfi við Krabbameinsfélagið á Akureyri að veiða í Laxá í Laxárdali. Verkefnið varð 10 ára í fyrra en verkefnið „ kastað til bata“, samstarfsverkefni okkar og Ráðgjafaþjónustu KÍ er haldið ár hvert og hefur löngu sannað gildi sitt. Þar býðst konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein að fara í laxveiði, undir stjórn þrautreyndra veiðimanna sem leiðbeina konunum við veiðina. Einnig eru í för sjálfboðaliðar frá Brjóstaheillum – Samhjálp kvenna, konunum til stuðnings. Þessar ferðir hafa tekist eindæmum vel og hafa konurnar sem farið hafa haldið hópinn, stutt hver aðra og hafa einnig boðið sig fram sem sjálfboðaliðar í framhaldinu. Í ár ákváðum við að fresta veiðiferðinni fram á næsta ár vegna faraldursins og stefnum við á tvær veiðiferðir á næsta ári og munu þær konur sem ætluðu í ár vera í forgangi.

Í september s.l.sótti formaður og Guðrún Kristín Svavarsdóttir 14. pan ráðstefnu Europa Donna í Vín í Austurríki. Mjög fjölbreytt dagskrá var á ráðstefnunni sem tengdist bæði nýgreindum konum og konum sem greinst með krónískt brjóstakrabbamein. Einnig sóttu 2 fulltrúar okkar ráðgjafanámskeið Europa Donna í Mílanó í nóvember s.l. Thelma Hólm Másdóttir stjórnarkona og Edda Jóna Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur á Brjóstamiðstöð Landspítalans.

Bleika málþingið var haldið 15. október í KÍ og bar yfirskriftina „ Þú ert ekki ein“. Málþingið var vel sótt en það er samstarfsverkefni Brjóstaheilla – Samhjálpar Kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafaþjónustu KÍ. Ályktun fundarins var send til Heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítalans þar sem skorað var á yfirvöld að beita sér fyrir því að stytta biðtíma kvenna sem eru í greiningarferli vegna brjóstakrabbameins en hann var þá um 30 dagar sem er með öllu óásættanlegt.

Námskeiðið „ Mín leið“ sem er að breskri fyrirmynd, ætlað konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og hafa lokið meðferð var haldið á vor- og haustmánuðum og var mikil ánægja með þessi námskeið og eru þau komin til að vera að okkar mati. Þetta námskeið er samstarfsverkefni Landspítalans, Ráðgjafaþjónustu KÍ og Brjóstaheilla – Samhjálpar Kvenna. Næsta verkefni teljum við vera sambærilegt námskeið ætlað konum með krónískt brjóstakrabbamein.

Við lítum björtum augum til verkefna þessa árs en vegna kórónufaraldursins munu þau flytjast mörg hver til næsta árs og verður því 2021 verulega spennandi.

Starfsemi 2018

Árið 2018 var viðburðarríkt. Brjóstaheill – Samhjálp kvenna er aðili að Europa Donna, Evrópusamtökum brjóstafélaga og starfa með samtökunum. Við erum einnig í góðum og nánum samskiptum við norrænu brjóstasamtökin og sótti Dóra Júlíussen afmæli sænsku samtakanna fyrir okkar hönd s.l. sumar. 

Dóra sótti einnig Norrænu ráðstefnuna í Færeyjum í byrjun september en hún er haldin annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin á að halda hana. Við héldum hana á Íslandi árið 2016 og 2020 verður hún haldin í Finnlandi. 

Í júlí s.l.fóru 14 vaskar konur á okkar vegum að veiða í Varmá í Hveragerði en verkefnið „ Kastað til bata“, samstarfsverkefni okkar og Ráðgjafarþjónustu KÍ er haldið ár hvert og hefur löngu sannað gildi sitt. Þar býðst konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein að fara í laxveiði, undir stjórn þrautreyndra veiðimanna sem leiðbeina konunum við veiðina. Einnig eru í för sjálfboðaliðar frá Brjóstaheillum – Samhjálp kvenna, konunum til stuðnings. Þessar ferðir hafa tekist eindæmum vel og hafa konurnar sem farið hafa haldið hópinn, stutt hver aðra og hafa einnig boðið sig fram sem sjálfboðaliðar í framhaldinu. 

Í september s.l. sótti formaður og Guðrún Kristín Svavarsdóttir ráðstefnu í Mílanó á vegum Europa Donna, „The 1st meatastatic breast cancer advocacy training conference” þar sem fjallað var um stuðning við konur sem endurgreinast og lifa með krónískt krabbamein og fer þessi hópur stækkandi um allan heim með bættum meðferðum og úrræðum. Við munum sækja framhaldsnámskeið í júní n.k. á vegum Europa Donna í Mílanó. Einnig sóttu 2 fulltrúar okkar ráðgjafanámskeið Europa Donna í Mílanó í nóvember s.l. 

Heiða Birgisdóttir stjórnarkona og Sara Ómarsdóttir, sem starfar með Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis að þróun þjónustu fyrir okkar konur og mun koma að „Kastað til bata“ sem verður nú haldið á Norðurlandi. Þær eru báðar einnig meðlimir í Krafti. 

Bleika boðið var haldið 15. október í KÍ og daginn eftir var bleika málþingið sem bar yfirskriftina „Doktor google og google maps – Hvernig verður vegferðin”. Málþingið var vel sótt en það er samstarfsverkefni Brjóstaheilla – Samhjálpar Kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu KÍ. 

Í lok árs voru haldnir undirbúningsfundir fyrir námskeiðið „ Mín leið“ sem er að breskri fyrirmynd, ætlað konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og hafa lokið meðferð. Þetta námskeið er samstarfsverkefni Landspítalans, Ráðgjafarþjónustu KÍ og Brjóstaheilla – Samhjálpar Kvenna og hófst nú í ársbyrjun 2019 og haldin hafa verið 4 námskeið sem mikil ánægja er með.

Við lítum björtum augum til verkefna þessa árs. 

 

Starfsemi 2016-2017

 

Málþing um brjóstakrabbamein

Bleika málþingið um konur og krabbamein var haldið í október á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Ráð¬gjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þema málþingsins var „Síðbúnar afleiðingar krabbameins¬meðferðar“.

Kastað til bata

Samhjálp kvenna og Krabbameinsfélagið hafa unnið sameiginlega að verkefninu „Kastað til bata“ og nú er verið að undirbúa það í sjöunda sinn. Í maí bauðst 14 konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein að fara í laxveiði í Laxá í Dölum undir stjórn þrautreyndra veiðimanna sem leiðbeina konunum við veiðina. Einnig voru með í för konur frá Brjóstaheill – Samhjálp kvenna hópnum til stuðnings. Þessar ferðir hafa tekist með eindæmum vel og hafa konurnar haldið hópinn og stutt hver aðra áfram. 

Erlent samstarf

Brjóstaheill – Samhjálp kvenna er aðili að Europa Donna og starfar með samtökunum. Við eigum einnig gott samstarf við norrænu brjóstakrabbameinssamtökin. Mikinn hluta ársins 2016 var unnið að undirbúning norrænnar ráðstefnu sem haldin var hér á landi 16.-18. september. Rástefnuna sóttu um 150 konur frá öllum norrænu löndunum. Tvö meginþemu voru til umfjöllunar, „Að lifa með BRCA 1 og BRCA 2 stökkbreytingu“ og „Lífið eftir krabbameinsgreiningu“. Fyrirlesarar voru bæði erlendir og innlendir. Mikil ánægja var með ráðstefnuna. Hægt er að nálgast dagskrá og fyrirlestra á www.brjostaheill.is

Rabbfundir

Á haustmánuðum 2016 héldum við reglulega rabbfundi, ásamt Ráðgafarþjónustunni, um ýmis málefni sem hafa verið í brennidepli. Hafa þeir verið ágætlega sóttir.

Aðalfundur 

Á aðalfundinum í febrúar 2017 gengu Ingveldur Geirsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir úr stjórn en Guðrún mun áfram starfa með okkur sem bakhjarl. 


Brynja Björk Gunnarsdóttir.

 

Starfsemi 2015-2016

 

Fræðslufundir/opið hús

Jólafundur var haldinn í nóvember. Gunnar og Þórir Auðólfssynir sérfræðingar í lýtalækningum á Landspítalanum héldu fræðsluerindið „Brjóstauppbygging með eigin vef“.

 

 

Málþing um brjóstakrabbamein

Bleika málþingið um konur og krabbamein var haldið mánudaginn 20. október á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Krabbameins-félags Reykjavíkur og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þema málþingsins var „Viltu vita?“. Málþing um stökkbreytinguna BRCA1 og BRCA 2 og voru haldin mörg áhugaverð erindi um erfðir og krabbamein og að lifa með greiningu.

 

 

Kastað til bata

Samhjálp kvenna og Krabbameinsfélagið hafa unnið sameiginlega að verkefninu „Kastað til bata“ og nú er verið að undirbúa það í sjötta sinn. Dagana 4-6. maí bauðst 14 konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein að fara í laxveiði í Laxá í Kjós undir stjórn þrautreyndra veiðimanna sem leiðbeina konunum við veiðina. Einnig voru með í för konur frá Brjóstaheill – Samhjálp kvenna hópnum til stuðnings. Þessar ferðir hafa tekist með eindæmum vel og hafa konurnar haldið hópinn og stutt hver aðra áfram.

 

 

Ráðstefnur/ Europa Donna

Formaður sótti ráðstefnu Europa Donna 17.-19. október í París sem fjallaði m.a. um aðgengi kvenna að sérhæfðum brjóstamiðstöðvum og einstaklingshæfðri heilbrigðisþjónustu.

 

 

Erlent samstarf

Brjóstaheill – Samhjálp kvenna er aðili að Europa Donna og starfar með samtökunum. Við eigum einnig gott samstarf við norrænu brjóstakrabbameinssamtökin og munum halda norræna/alþjóðlega ráðstefnu hér á Íslandi í september nk. og er sú vinna í fullum gangi.

 

Veitt voru hvatningaverðlaun Brjóstaheilla í fyrsta sinn á aðalfundinum 2015 og þau hlaut Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu fyrir að afhjúpa líkama sinn á forsíðu Morgunblaðsins 22. febrúar 2015, en hún hafði þá farið í brjóstanám vegna krabbameins, var í lyfjameðferð og einnig barnshafandi. Hún eignaðist stúlku í mars 2015.

Á síðasta aðalfundi voru Dóra Juliussen og Sigurbjörg Þorleifsdóttir sæmdar gullmerki Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna fyrir störf í þágu kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og sjálfboðaliðastörf. Úr stjórn gengu Ragnheiður Guðmundsdóttir og Jónína Jónsdóttir. Þær munu einbeita sér alfarið að verkefninu Kastað til bata.

Brynja Björk Gunnarsdóttir.

Starfsemi 2014-2015 

 

Alþjóðabrjóstaheilsudagurinn

Þann 15. október ár hvert er haldinn sérstakur dagur sem helgaður er barátt-unni gegn brjóstakrabbameini. Dagurinn er haldinn í 46 löndum Evrópu undir merkjum Europa Donna. Í tilefni dagsins var gengið kringum Tjörnina undir merkjum Brjóstaheilla, Göngum saman, Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

 

Viðburðir

Málþing um um konur og krabbamein var haldið mánudaginn 20. október á vegum Brjóstaheilla, Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Ráðgjafarþjónustu Krabbameins-félagsins. Þema málþingsins var: „Er besta þjónusta í boði“. Fundarstjóri var Þórunn Sveinbjarnardóttir framkvæmdarstjóri. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri setti málþingið. Helgi Sigurðsson prófessor og yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala flutti erindið „Eru krabbameinslækningar á Íslandi í fallhættu?“ Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur flutti erindið „Dýr og vandmeðfarin lyf, hver er innkaupastjórinn?“ Í lokin voru pallborðsumræður og þátttakendur voru Helgi Sigurðsson prófessor, Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson læknir, Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri, Rannveig Einarsdóttir lyfjafræðingur og Þórunn Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur.

 

Ráðstefna um brjóstakrabbamein og BRCA-stökkbreytingar var haldin 1. og 2. nóvember 2014 á vegum DeCode í samráði við Brjóstaheill og Krabbameinsfélagið.
 
Jólafundur var haldinn í byrjun desember 2014. Kristján Skúli Ásgeirsson sérfræðingur í brjóstaskurð-lækningum hélt fræðsluerindið „Skurðmeðferð brjóstakrabbameina á Íslandi, hvar stöndum við í dag og framtíðarsýn.“

 

Kastað til bata

Samhjálp kvenna og Krabbameinsfélagið hafa unnið sameiginlega að verkefninu „Kastað til bata“ og nú er verið að undirbúa það í sjötta sinn. Dagana 4.-6. maí 2015 býðst 14 konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein, að fara í laxveiði í Laxá í Kjós undir stjórn þrautreyndra veiðimanna sem leiðbeina konunum við veiðina. Einnig eru með í för konur frá Brjóstaheillum konunum til stuðnings. Þessar ferðir hafa tekist með eindæmum vel og hafa konurnar sem farið hafa haldið hópinn og stutt hver aðra áfram. 

 

 

Erlent samstarf 

Þrjár konur frá Brjóstaheillum sóttu ráðstefnu norrænu brjóstakrabbameinsfélaganna 12.-14. september sl. sem haldin var í Osló og er fyrirhugað að halda norrænu ráðstefnuna á Íslandi í september 2016. Brjóstaheill er í Europa Donna og starfar með samtökunum. Tveir fulltrúar, Anna Sigríður Arnardóttir lögfræðingur og stjórnarkona í Brjóstaheillum og Fjóla Viggósdóttir brjóstahjúkrunarfræðingur á brjóstamóttöku Landspítalans, sóttu sjálfboðaliðanámskeið Europa Donna í Mílanó í nóvember 2014.

 

Brynja Björk Gunnarsdóttir.

 


Var efnið hjálplegt?