Sigurlaug Gissurardóttir 10. feb. 2016

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini. Náðst hefur mikilvægur áfangi í undirbúningi fyrir hópleit að ristilkrabbameini með samningi Krabbameinsfélagsins við Velferðarráðuneytið og OKKAR líftryggingar hf.

Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélagsins og Valtýr Guðmundsson forstjóri OKKAR líftrygginga hafa undirritað nýjan samning um áframhaldandi stuðning líftryggingafélagsins við undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Með samningnum mun ákveðin fjárhæð af seldum tryggingum á árinu 2016 renna til Krabbameinsfélagsins vegna verkefnisins. Stuðningur OKKAR líftrygginga við verkefnið á árinu 2015 markaði þáttaskil og gerði Krabbameinsfélaginu kleift að sinna af krafti undirbúningi tillagna um skimunina í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld sem afhentar voru haustið 2015.

Tímamót í baráttu við ristilkrabbamein: Skimun í augsýn 2017
Á föstudag urðu þau tímamót að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, undirrituðu samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60 – 69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun árs 2017. Mikilvægum áfanga hefur því verið náð í að gera þetta verkefni að veruleika.

Kristján Oddsson sagði að aðkoma OKKAR líftrygginga að þessu verkefni væri til fyrirmyndar og gott dæmi um vel heppnað samstarf sem skilar árangri til frambúðar. Með aðkomu heilbrigðisráðuneytisins og áframhaldandi samstilltu átaki Krabbameinsfélagsins og OKKAR líftrygginga er útlit fyrir að hægt verði að klára þenna undirbúning.

Valtýr Guðmundsson, forstjóri OKKAR líftrygginga, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn og sagði verkefnið samræmast áherslum félagsins um samfélagslega ábyrgð afar vel.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?