11.05 2015 - Mánudagur

Maí er alþjóðlegur árveknimánuður gegn sortuæxlum

Gaman er að gleðjast yfir góðum sumardögum, njóta sólargeislanna sem verma og hafa þau áhrif að við brosum framan í lífið og tilveruna. En sólargeislarnir geta líka verið skaðlegir og því er mikilvægt að verja sig og sína og njóta sólarinnar á skynsamlegan hátt.

08.05 2015 - Föstudagur

Ekki vera steiktur

Eftir langan dimman vetur er freistandi að baka sig í sólinni loksins þegar hún sýnir sig. Hvort aðdráttarafl sólarinnar er merki um ákall á D-vítamín eða annað veit ég ekki.

Skipta um leturstærð


Leit