Krabbamein A-Ö

Til eru yfir 100 tegundir af krabbameinum. Krabbamein geta myndast í öllum líffærum eða vefjum líkamans. Hér er krabbameinum raðað eftir því í hvaða líffæri eða vef þau myndast.


Copyright: Krabbameinsfélag Íslands

Brjósta­krabbamein

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum og hafa lífshorfur batnað verulega undanfarin ár. Það er einnig eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á snemmstigum með skipulagðri hópleit (skimun). Karlar geta fengið brjóstakrabbamein en um 1 karl greinist á móti hverjum 100 konum. 

Upplýsingar um hvernig stökkbreyting í BRCA1 og BRCA2 genum tengist aukinni hættu á krabbameinum má finna neðar á síðunni.

Eistna­krabbamein

Algengasta krabbamein ungra karla.

Lungna­krabbamein

Lungnakrabbamein hafa sterk tengsl við tóbaksreykingar en um 90% sjúklinga sem greinast með sjúdkóminn reykja eða hafa reykt. Með hertum aðgerðum gegn tóbaksreykingum og lækkun á tíðni reykinga er hægt að lækka tíðni lungnakrabbameins umtalsvert. Mikið er í húfi því lungnakrabbamein veldur flestum dauðsföllum vegna krabbameins.

Nýrna­krabbamein

Vegna þess að myndrannsóknir eru nú mikið notaðar í tengslum við ýmis einkenni frá kviðarholi uppgötvast meirihluti nýrnakrabbameina núorðið með þeim hætti. Þessi mein eru algengari meðal karla en kvenna. Tóbaksreykingar og hár blóðþrýstingur auka líkur á sjúkdómnum.

Ristil- og endaþarms­krabbamein

Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og er í öðru sæti þegar kemur að krabbameinum sem dánarorsök. Meðalaldur við greiningu er 69 ár og er sjaldgæft að þau greinist fyrir fimmtugt.
Ristil- og endaþarmskrabbamein byrja sem góðkynja separ og þróast á löngum tíma yfir í krabbamein, því er hægt að koma í veg fyrir eða finna þessi mein á byrjunarstigum með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum og auka þannig líkur á lækningu. Þeir sem eru á aldrinum 50-75 ára ættu að ræða við lækni um leit að ristil- og endaþarmskrabbameini.

Sortuæxli og önnur húð­krabbamein

Húðkrabbamein leggjast einkum á húðsvæði sem verða fyrir miklu sólarljósi. Sortuæxli er alvarlegasta gerð húðkrabbameina sem er auðvelt að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið erfitt við að eiga nái það að dreifa sér. 

Þvagblöðru­krabbamein

Þvagblöðrukrabbamein er fjórum sinnum algengara meðal karla en kvenna. Sögulega eru þessi mein merkileg að því leyti að þau voru fyrst æxla sem tengd voru við sýkingu af völdum frumdýrsins Schistosoma hematobium og litarefni í efnaiðnaði.


Var efnið hjálplegt?