Bleika slaufan
Auglýsing Bleiku slaufunnar 2025
Bleika slaufan 2025
Bleika slaufan í ár er rósetta, verðlaunagripur sem nældur er í hjartastað og er tileinkaður öllum þeim hetjum sem lifa með krabbameini. Efniviður slaufunnar að þessu sinni er textíll og sækir innblástur í handverkshefðina.

Hönnuður Bleiku slaufunnar í ár er Thelma Björk Jónsdóttir
Thelma Björk er menntaður fatahönnuður og listakona og vinnur mikið með rósettur í sinni hönnun. Hún greindist með brjóstkrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með ólæknandi krabbameini.


Bleiki dagurinn verður miðvikudaginn 22. október
Á Bleika deginum berum við Bleiku slaufuna, klæðumst bleiku og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini. Við stöndum með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.“

Bleikar fréttir
Stendur fyrir söfnun til styrktar Bleiku slaufunni
Hagkaup stendur fyrir sérstakri söfnun á afgreiðslukössum dagana 4.–12. október, og geta viðskiptavinir Hagkaups lagt söfnuninni lið í öllum verslunum landsins. Viðskiptavinum gefst tækifæri til að bæta 500 kr. framlögum við innkaup sín, sem renna beint til átaksins og Hagkaup bætir einnig við þá upphæð.
Hlý orka á opnunarhátíð Bleiku slaufunnar
Vonin skiptir öllu máli
Skærbleik grafa til styrktar Bleiku slaufunni
Bleikt málþing 14. október um langvinnt brjóstakrabbamein
Vinir Bleiku slaufunnar
Fræðsluefni: Ólæknandi krabbamein
Að lifa með ólæknandi krabbameini er krefjandi áskorun og það er flestum þungbært að fá þær fréttir að sjúkdómurinn sé ekki á læknanlegum vegi. Í sumum tilvikum þróast sjúkdómurinn hratt, en sífellt fleiri lifa lengi með langvinnt ólæknandi krabbamein, þökk sé framþróun í greiningu og meðferðum.


Vissir þú að ...
- 0123456789012345678901234567890123456789
einstaklingar nýttu sér viðtalstíma á síðasta ári þar sem ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veittu stuðning og ráðgjöf?
- 012345678901234567890123456789
er árlegur meðalfjöldi þeirra kvenna sem greindust með krabbamein hérlendis árin 2020-2024?
- 012345678901234567890123456789
milljónir voru veittar úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 58 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2025.
Skráðu þig í Vinkonuklúbb Bleiku slaufunnar
Vinkonuklúbb Bleiku slaufunnar var ýtt úr vör í október 2018 og eru vinkonurnar nú yfir 10.000 talsins. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að hvetja konur til að mæta í skimanir fyrir krabbameinum og að minna líka vinkonur sínar á. Ýmsum öðrum upplýsingum er miðlað, m.a. um það hvernig draga megi úr líkum á krabbameinum, hvaða einkennum ætti að bregðast við og fleiri upplýsingar sem miða að því að efla heilsu kvenna.
Sem vinkona þiggur þú tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu.
Við bjóðum allar nýjar vinkonur velkomnar!

Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.
Reynslusögur
Vonin skiptir öllu máli
Guðrún Eiríksdóttir fékk strax að heyra að leghálskrabbameinið sem hún greindist með 2019 væri ólæknandi. Henni leið fyrst eins og það væri búið að gefa henni rauða spjaldið, en einn læknanna gaf henni þó von sem hún upplifði eins og rifu á hurð eða birtu í gegnum skráargat.
Það koma að sjálfsögðu djúpir dalir
Skiptir miklu máli að vera þátttakandi í lífinu
Lífið er alls konar og þú ræður hvernig þú tekst á við það
Situr uppi með fylgikvilla af meðferðinni