Um félagið

Krabbameinsfélag Íslands var stofnað 27. júní 1951. Krabbameinsfélag Íslands er byggt upp af þrjátíu aðildarfélögum (svæðafélögum og stuðningshópum sjúklinga). Aðildarfélög eru um 30, bæði svæðafélög um land allt og stuðningshópar sjúklinga. Aðalfundur, sem haldinn er árlega, kýs sjö manna stjórn sem kemur saman að jafnaði mánaðarlega til funda.

Samkvæmt 2. grein laga Krabbameinsfélags Íslands er tilgangur félagsins að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini, svo sem með því að:

1. Beita sér fyrir virkri opinberri stefnu (krabbameinsáætlun) í forvörnum, greiningu, meðferð og endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein.

2. Stuðla að þekkingu og menntun um krabbamein og krabbameinsvarnir.

3. Efla krabbameinsrannsóknir, m.a. með söfnun og vísindalegri úrvinnslu upplýsinga og með rekstri vísindasjóðs.

4. Beita sér fyrir leit að krabbameini á byrjunarstigi.

5. Styðja framfarir í meðferð krabbameins og umönnun krabbameinssjúklinga. 

6. Beita sér fyrir stuðningi við krabbameinssjúklinga og aðstandendur.

7. Vera málsvari krabbameinssjúklinga og beita sér fyrir réttindum þeirra. 

Hægt er að sjá lög félagsins í heild sinni með flýtihnappi hér til vinstri.

Kynntu þér starfsemi Krabbameinsfélagsins með því að smella á bæklinginn hér að neðan:


umfelagidbaeklingur2.jpg

18.11 2014 - Þriðjudagur

Saga og þróun Krabbameinsfélags Íslands

Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur, klínískur prófessor við læknadeild HÍ og framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár hefur tekið saman sögu og þróun Krabbameinsfélags Íslands. GReinin birtist í Læknablaðinu í október 2014.

Skipta um leturstærð


Leit