Leitarstöð

Starfsemi

Krabbameinsfélag Íslands ber ábyrgð á framkvæmd legháls- og brjóstakrabbameinsleitar og tekur þátt í fræðslu fyrir almenning um áhættuþætti, forvarnir og einkenni krabbameina. Um leitarstarfið gilda samræmdar starfsreglur sem unnar eru í samráði við Landlæknisembættið. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins starfar eftir þjónustusamningi við heilbrigðisráðuneytið.

Á frumurannsóknastofu Leitarstöðvar eru skoðuð öll leghálsstrok sem tekin eru hérlendis. Einnig er innan Leitarstöðvar haldin skrá yfir niðurstöður úr rannsóknum er tengjast leitarstarfinu og konur eru boðaðar í eftirlit og sérskoðanir í samræmi við starfsreglur.
Á Leitarstöðinni eru gerðar legháls- og brjóstaskoðanir; mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 8:00 til kl.15:30.

Tímapantanir hjá Leitarstöðinni eru í síma 540 1919 en einnig er hægt að panta tíma á netinu með því að smella hér.

Allar fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið leitarst@krabb.is.

Tilgangur leitarstarfsins

Tilgangur skipulegrar krabbameinsleitar er að koma í veg fyrir myndun krabbameina með því að finna þau á forstigi, áður en ífarandi krabbamein hefur myndast, eða að finna sjúkdóm á hulinstigi (frumstigi), þ.e. eftir að ífarandi vöxtur hefur byrjað en áður en einkenni koma fram. Sjá nánar hér.

Leit a krabbameinum í leghálsi og brjóstum

Dæmi um krabbamein sem hægt er að greina á forstigi er leghálskrabbamein en frumubreytingar í slímhúð á leghálsi eru undanfari þess. Brjóstakrabbamein má einnig greina áður en einkenni koma fram með röntgenmyndatöku af brjóstum og fleiri rannsóknum.

Leghálsstrok eru tekin í Leitarstöðinni, hjá kvensjúkdómalæknum, á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Röntgenmyndatökur eru gerðar á Leitarstöðinni í Reykjavík, á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) og með farandtæki í skipulegum skoðunum á vegum Leitarstöðvarinnar á heilsugæslustöðvum utan höfuðborgarsvæðisins.

Leitarstoð-starfsfolk-2.jpg
08.03 2015 - Sunnudagur

Vökvasýni tekin hjá öllum konum

Frá og með 1. febrúar 2015 hafa öll leghálssýni vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini verið tekin með svokallaðri vökvasýnaaðferð. Á sama tíma var töku hefðbundinna glersýna hætt.

20.10 2014 - Mánudagur

Af hverju er konum boðið í leghálskrabbameinsleit?

Það eru þekktar um 40 tegundir af HPV–veirum sem geta valdið frumubreytingum og um 15 þeirra valda einnig leghálskrabbameini, yfirleitt á löngum tíma.Krabbameinsleit

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 540 1919 
Netfang: leitarst@krabb.is
Tímapantanir: Alla virka daga frá 8:00 til 15:30.

Yfirlæknir:
Kristján Oddsson

Hjúkrunarframkvæmdastjóri:
Sigríður ÞorsteinsdóttirSkipta um leturstærð


Leit